Þegar talin hafa verið 141.076 atkvæði af 248.502 á kjörskrá og nýjustu tölur bættust við klukkan 5:19, sést að Sjálfstæðismenn munu missa fimm þingmenn og fara úr 21 niður í 16, miðað við þessar tölur.

Vinstri græn bæta hins vegar einungis einum þingmanni við hjá sér, og fer flokkurinn úr 10 þingmönnum í 11. Samfylkingin bætir svo við fimm þingmönnum, fara úr 3 upp í 8 þingmenn, sem er sami fjöldi og Framsóknarmenn hafa og halda milli kosninga. Á sama tíma missa hins vegar Píratar fimm þingmenn, fara úr 10 í 5.

Viðreisnmissir þrjá, fer úr 7 í 4 þingmenn en svo bætast við á þingi Miðflokkurinn með 7 þingmenn, þar af tvo sem áður sátu á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, og svo fær Flokkur fólksins fjóra þingmenn kjörna.

Engin hinna framboðanna, þar á meðal Björt framtíð, ná 2% markinu sem þarf til að fá greiðslur úr ríkissjóði. Björt framtíð fær 1,13%, tapa 6,03% og fara úr 4 niður í engan þingmann. Alþýðufylkingin fær 0,16%, tapa 0,14% og Dögun tapar 1,68% og fara niður í 0,05%.

Niðurstaðan er sem hér segir að því er RÚV greinir frá:

  • Sjálfstæðisflokkurinn fær 25,21%, missir 3,79% og fer úr 21 þingmanni í 16.
  • Vinstri grænir fær 16,80%, bæta við sig 0,89% og fara úr 10 í 11 þingmenn
  • Samfylkingin fær 12,32%, bæta við sig 6,57, og fara úr 3 í 8 þingmenn
  • Framsóknarflokkurinn fær 10,92%, minnkar um 0,59% en heldur sínum 8 þingmönnum
  • Miðflokkurinn fær 10,90%, og fær 7 nýja þingmenn kjörna
  • Píratar fá 8,94%, missa 5,53% og fara úr 10 í 5 þingmenn
  • Viðreisn fær 6,57%, missa 3,91% og fara úr 7 niður í 4 þingmenn
  • Flokkur fólksins fær 7,25%, bæta við sig 3,71% og fær fjóra þingmenn kjörna
  • Björt framtíð hlaut 1,13%, tapa 6,03% og missa sína fjóra þingmenn