Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa myndað meirihluta, bæði í Hafnarfirði og Kópavogi, að því er fram kemur í hádegisfréttum RÚV.

Í Kópavogi mun Ármann Kr. Ólafsson halda áfram sem bæjarstjóri en nýr meirihluti og frekari áherslur verða kynntar á blaðamannafundi í Kópavogi klukkan eitt.

Í Hafnarfirði gerðu báðir flokkar kröfu um bæjarstjórastólinn og var niðurstaðan sú að starf bæjarstjóra verður auglýst. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður formaður bæjarráðs en Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, tekur við sem forseti bæjarstjórnar. Málefnasamningur milli flokkanna er langt kominn og stefnt er að því að hann verði kynntur eftir helgi.