Listi fólksins á Akureyri tapar meirihluta sínum í sveitarstjórnarkosningunum í lok mánaðar, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins . Flokkurinn náði hreinum meirihluta og sex bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Í skoðanakönnuninni fellur fylgið um helming og mælist það 22,1%. Sjálfstæðisflokkurinn fær 23% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn er nú með einn bæjarfulltrúa á Akureyri.

Fram kemur í Fréttablaðinu að listi Bjartrar framtíðar, sem býður fram í fyrsta sinn nú, fær 18,3% atkvæða og tvö bæjarfulltrúa. Samfylking, Framsóknarflokkur og VG halda sínum eina bæjarfulltrúa, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar.

Þá mælist Dögun með 2% fylgi og nær ekki manni inn.