Björt framtíð og Píratar bæta verulega við sig í Hafnarfirði yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga  nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið . Miðað við niðurstöður skoðanakönnunarinnar missir Samfylkingin 40,1% fylgi sitt niður í 24% nú og tvö bæjarfulltrúa af fimm. Þá fer VG úr 14,6% fylgi í 8,2% en heldur inni sínum eina bæjarfulltrúa.

Fylgi Bjartrar framtíðar mælist 20,4% sem gefur tvo bæjarfulltrúa og Pírata 8,1% sem myndi skila einum manni í bæjarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn verður stærsti flokkurinn í bænum. Fylgi við hann mælist 31,6% í stað 37,2% fyrir fjórum árum. Hann nær fjórum bæjarfulltrúum inn.