Fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um tæplega fjögur prósentustig í nýrri könnun MMR frá könnun yfirtækisins í september og fylgi Pírata minnkar um eitt og hálft prósentustig.

Fylgi Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins eykst hins vegar um rúmlega tvö prósentustig í tilviki fyrrnefnda flokksins og tæplega tvö prósentustig fyrir þann síðarnefnda, milli mælinga.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist þó eftir sem áður með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 21,9% eftir lækkunina,. Samfylkingin mældist næst stærstur með 15,2% fylgi eftir aukninguna nú

Fylgi Pírata mældist nú 13,5%, en fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,2%. Minni breytingar voru á fylgi annarra flokka, en Miðflokkurinn bætti við sig 0,8 prósentustigi og er hann nú með 11,6%. Bæði Sósíalistar og Flokkur fólksins næðu ekki manni inn á 5% lágmarksreglunni fyrir uppbótarþingmenn ef könnunin nú gengi eftir í kosningum.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 50,3%, tæpu prósentustigi minna en við síðustu mælingu þegar fylgið mældist 51,0%. Heildarfylgi stjórnarflokkanna þriggja, Vinstri grænna sem mælast nú með 8,3%, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er þar með nú 40,4%.

Hér að neðan má sjá fylgi flokkanna nú:

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,9% og mældist 25,6% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,2% og mældist 12,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 13,5% og mældist 15,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 11,6% og mældist 10,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,2% og mældist 8,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 9,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 8,3% og mældist 8,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,6% og mældist 4,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,8% og mældist 3,6% í síðustu könnun.
  • Stuðningur við aðra mældist 1,3% samanlagt.