*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 23. september 2019 14:00

Sjálfstæðisflokkur undir 19% fylgi

Stærsti flokkur landsins aldrei mælst lægri í nýrri könnun MMR. Samfylkingin lækkar einnig en Píratar, Framsókn og VG hækka.

Ritstjórn
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, ásamt þáverandi ritara flokksins og nýskipuðum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Svanhildi Hólm aðstoðarmanni sínum.
Haraldur Guðjónsson

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 18,3% og tæpu prósentustigi minna en við mælingu MMR í ágúst. Er það lægsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR.

Fylgi Samfylkingar mældist 14,8% og minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Vinstri grænna, Pírata og Framsóknarflokksins um rúmt prósentustig hvert. Allar breytingar á fylgi frá síðustu mælingu reyndust innan vikmarka og var því ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi flokka milli mælinga í ágúst og september.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 43,7%, samanborið við 38,8% í síðustu könnun.

Hér má sjá fylgi flokkanna eins og fylgið mælist nú:

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 18,3% og mældist 19,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,8% og mældist 16,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% og mældist 11,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 12,4% og mældist 11,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 12,0% og mældist 13,0% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,8% og mældist 10,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,2% og mældist 9,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,0% og mældist 4,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,0% og mældist 2,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.
Stikkorð: MMR Sjálfstæðisflokkur könnun