Fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mældist 21,1% í nýrri könnun MMR en fylgi flokksins hefur mælst undir 20% frá því snemma í sumar. Fylgi Samfylkingar mældist 15,3% og jókst um rúmt prósentustig frá síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Flokks fólksins um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 8,0%.

Stuðningur við ríkisstjórnina er svo til óbreyttur milli mælinga og mældist 42,2% samanborið við 42% í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,1% og mældist 19,8% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,5% og mældist 14,8% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,0% og mældist 10,1% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 11,0% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 9,7% og mældist 10,3% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 8,9% og mældist 8,8% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 8,0% og mældist 5,6% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,6% og mældist 3,1% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist 0,9% samanlagt.

MMR tekur fram að mikilvægt sé að hafa í huga að vikmörk miðað við 1.000 svarendur geti verið allt að 3,1% sem þýðir að raunverulegt fylgi viðkomandi flokks sé einhvers staðar á bili sem 3,1% hærra eða lægra en niðurstaða könnunarinnar gefur til kynna.

Úrtakið voru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR, sem eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar.  Svarfjöldi var 972 einstaklingar en könnunin var gerð 21. til 25. október 2019.