Sjálfstæðisflokkurinn fengi 62,2% atkvæða í Vestmannaeyjum yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga í dag, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Gengi þetta eftir myndi hann bæta við sig tveimur bæjarfulltrúum og fá sex af sjö í bæjarstjórn. Þeir eru fjórir í dag. Á sama tíma myndi Vestmannaeyjalistinn fá 19,5% atkvæða og einn mann í bæjarstjórn í stað þriggja nú.

Í Morgunblaðinu segir að aðrir flokkar sem komust á blað í könnuninni án þess að fá mann kjörinn voru Píratar og Framsóknarflokkurinn með 6,5% fylgi hvor og Björt framtíð með 4,3% fylgi.

Könnun Félagsvísindastofnunar og Morgunblaðsins var gerð dagana 15. til 23. janúar.