Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá síðustu könnun á kostnað Bjartrar framtíðar, samkvæmt nýjustu könnun MMR sem gerð var í dag og í gær.

Fylgi Samfylkingar mældist nú 31,2% borið saman við 32,7% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,4% borið saman við 21,6% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 18,2% borið saman við 22,2% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,0% borið saman við 6,8% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 9,2% borið saman við 7,5% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokks og flugvallarvina mældist nú 6,7% borið saman við 6,8% í síðustu könnun. Fylgi Dögunar mældist nú 3,3% borið saman við 2,1% í síðustu könun. Fylgi annarra flokka mældist undir 3%.

Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Samfylkingin fá fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir einn borgarfulltrúa hvert framboð.

Könnun sem gerð var dagana 26.-28. maí sýndi að Samfylkingin myndi fá fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð fjóra, Sjálfstæðisflokkur þrjá og Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir einn borgarfulltrúa hvert framboð.

Þátttakendur í könnuninni voru Reykvíkingar, 18 ára og eldri, sem valdir voru handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 918 einstaklingar, 18 ára og eldri, svöruðu könnuninni.