Samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokkana er Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkur landsins með 27% fylgi og bætir jafnframt við sig fylgi frá síðustu mælingum MMR.

Píratar eru næst stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunni og mælist með 13,1% fylgi, Vinstri grænir eru þriðji stærsti flokkur landsins með 12,4% fylgi og Samfylkingin er fjórði stærsti flokkur landsins með 11,2% fylgi.

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru hástökkvarar könnunarinnar. Flokkur fólksins bætir við sig 2,7% fylgi og mælist með 5,5% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 2,4% fylgi og mælist með 27% fylgi.

Fylgi Framsóknarflokksins og Viðreisnar fellur mest samkvæmt nýjustu mælingum. Framsókn mældist með 8,8% fylgi sem er lækkun um 3,7% frá síðustu könnun. Viðreisn mældist með 7,8% fylgi sem er lækkun um 3,2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina batnar lítillega frá síðustu könnun og mældist nú 53,7% úr 50,2% frá síðustu könnun. Úrtak könnunarinnar samanstóð af fólki 18 ára og eldri sem voru valdir af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR.