Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 27,4%, í nýrri könnun MMR , sex prósentustigum meira en við síðustu mælingu félagsins sem gerð var í seinni hluta febrúar.

Næst komu Samfylkingin með 14,7% fylgi og Píratar með 10,2% fylgi, nær óbreytt frá síðustu mælingu, en Miðflokkurinn missir 2,6 prósentustig og fer niður í 10%. Aðrir flokkar eru nokkurn veginn á pari.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 52,9%, rúmum fjórtán prósentustigum en við síðustu mælingu. Könnunin var framkvæmd 18. - 20. mars 2020 og var heildarfjöldi svarenda 1.034 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Hér má sjá fylgi flokkanna samkvæmt könnuninni nú:

  • 27,4% - Sjálfstæðisflokkur
  • 14,7% - Samfylkingin
  • 10,2% - Píratar
  • 10,0% - Miðflokkurinn
  • 9,8% - Vinstrihreyfingin - grænt framboð
  • 9,7% - Viðreisn
  • 8,1% - Framsóknarflokkurinn
  • 4,7% - Sósíalistaflokkurinn
  • 3,7% - Flokkur fólksins
  • 1,7% - Aðrir