Í nýrri könnun Gallup á fylgi flokka eru litlar breytingar milli mánaða og ná þær ekki að vera tölfræðilega marktækar. Fylgi stjórnmálaflokka breytist um á bilinu 0,1 til 1,5 prósentustig.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í Þjóðarpúls Gallup og tæplega 28% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, ríflega 25% Vinstri græn, 12% Pírata og nær 11% Framsóknarflokkinn.

Rúmlega 8% segðust myndu kjósa Samfylkinguna, rösklega 6% Bjarta framtíð, ríflega 5% Bjarta framtíð , rúmlega 5% Viðreisn og ríflega 2% Flokk fólksins.

Liðlega 41% þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina sem er þremur prósentustigum minna en í síðustu mælingu. Breytingin á stuðningi við stjórnina er þó innan vikmarka.