Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda samkvæmt nýrri könnun MMR og miðað við 19,9% í síðustu könnun. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9% en 19,1% í síðustu könnun. Munurinn á flokkunum mælist innan vikmarka. Gagnaöflun stóð yfir dagana 20. til 23. október 2017 en síðustu könnun MMR lauk 18 október.

Fylgi Samfylkingar lækkar aftur á móti á milli mælinga og er nú í 13,5%, samanborið við 15,8% í síðustu mælingu. Jafnframt fækkar fylgjendum Pírata á milli mælinga og mældust nú 9,3% en mældust 11,9% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina hækkaði milli mælinga. Kváðust 25,7% styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 23,8% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 12,3% en 11,0% í síðustu könnun. Þá hækkar Framsóknarflokkurinn milli kannana úr 8,0% í 8,6% sem og stuðningur við Viðreisn, úr 5,5% í 6,7%. Fylgi Flokk fólksins lækkar enn og mælist 4,7% miðað við 5,3% í síðustu könnun. Þá mælist fylgi Bjartrar framtíðar 1,8% fylgi miðað við 1,6% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist 1,3% samanlagt.