Tap Sjálfstæðisflokksins á árinu 2009 nam sem fyrr segir tæpum 46 m.kr., samanborið við hagnað upp á 62,5 m.kr. árið áður.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur þó best að vígi eignarlega séð en eignir flokksins nema rúmum 700 m.kr. Stærstur hluti eignanna er bundinn í fastafjármunum en flokkurinn átti um 125 m.kr. í veltufjármunum.

Þá nam eigið fé flokksins tæpum 630 m.kr. í árslok 2009 en dróst þó saman um rúmar 36 m.kr. á milli ára. Rekstur flokksins jókst verulega á milli ára árið 2009, eða um tæpar 146 m.kr. og nam tæpum 330 m.kr.

Að Borgarahreyfingunni undanskilinni skuldar Sjálfstæðisflokkurinn minnst allra flokka, um 78 m.kr., þótt skuldir flokksins hafi aukist um rúmar 32 m.kr. á milli ára. Rekstrartekjur flokksins eru einnig mun hærri en annarra flokka og nema um 63,4 milljónum króna og jukust um tæpar 23 m.kr. á milli ára. Stærstur hluti þeirra tekna kemur til vegna útleigu á húsnæði í eigu flokksins.

Þá jukust heildartekjur flokksins um rúmar 42 m.kr. á milli ára og voru um 305 m.kr. á árinu 2009.

Nánar er fjallað um fjármála stjórnmálaflokkanna í úttekt í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir tölublöð.