Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið . Niðurstöður könnunarinnar sýna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,4%, Samfylkingin 23,5%, Björt framtíð 21%, Píratar 11,7% og VG 9,1%.

Yrði þetta niðurstaða kosninganna fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm menn kjörna í borgarstjórn, Samfylkingin fjóra, Björt framtíð þrjá, Píratar tvo og VG einn.

Í Morgunblaðinu í dag er bent á að þessi niðurstaða þýðir að Björt framtíð, sem er afsprengi Besta flokksins, gæti ekki myndað meirihluta að nýju með Samfylkingunni. Það yrði því nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur með þessari niðurstöðu.