Ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag myndi Sjálfstðisflokkurinn njóta mestan stuðning allra flokka, eða 34,2% fylgi, sem er næstum því tvöfalt fylgi næst stærsta flokksins.

Ef niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísi sem byrtar voru í dag gengu eftir yrðu Vinstri grænir næst stærsti flokkurinn með 17,8%, þvínæst kæmi Samfylking Dags B. Eggertssonar borgarstjóroa með 13,7%. Loks væru Píratar með 12,4% og Flokkur fólksins sem ekki hefur boðið fram áður í borginni mælist með 7,1% fylgi en Viðreisn er með stuðning 5,8% aðspurðra.

Framsóknarflokkurinn sem hefur verið með tvo borgarfulltrúa þar til oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði sig úr honum af ástæðum sem Viðskiptablaðið hefur greint frá, fengi einungis 2,7% fylgi samkvæmt könnuninni, sem er sama fylgi og Björt framtíð er með.

Aðrir flokkar skipta með sér 3,6% fylgi í þessari könnun þar sem svarhlutfallið var 74,4%. 12% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 18% sögðust ekki vera búin að gera upp hug sinn. Heil 24% aðspurðra vildu ekki svara spurningunni.