Sjálfstæðisflokkurinn fengi 70% atkvæða í Vestmannaeyjum yrði gengið til bæjarstjórnarkosninga þar í dag, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið . Eyjalistinn, eina mótframboðið í eyjum, fengi tæp 30% atkvæða.

Í Morgunblaðinu í dag segir að verði þetta niðurstaða kosninganna í vor þá muni Sjálfstæðisflokkurinn fá fimm bæjarfulltrúa og Eyjalistinn tvo. Vestmannaeyjalistinn, sem er fyrirrennari Eyjalistans, er nú með þrjá bæjarfulltrúa.