Sjálfstæðisflokkurinn 58,8% atkvæða í Garðabæ og níu af ellefu í bæjarstjórn yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga þar á morgun, samkvæmt nýjum niðurstöðum könnunum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Þetta yrði fyrsta bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Sameiningin tók gildi um síðustu áramót.

Í kosningunum fengi Björt framtíð 12,7% atkvæða og einn mann en Samfylkiingin 12,3% atkvæða og einn mann sömuleiðis. Aðrir flokkar kæmust ekki að í bæjarstjórn Garðabæjar.

M-listi Fólksins í bænum fengi 1,5% atkvæða og næði ekki manni inn. Flokkurinn var með 15,9% fylgi í kosningunum í Garðabæ árið 2010. Þá myndu Óháða framboðið á Álftanesi og Álftaneshreyfingin sem höfðu hvor sinn mann inni á Álftanesi eftir síðustu kosningar komust ekki á blað í könnun Félagsvísindastofnunar.