*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 9. maí 2018 08:19

Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðuna

Sameiginlegt framboð vinstriflokka í Garðabæ hefur minna fylgi en samanlagt fylgi flokkanna hverra um sig í síðustu kosningum.

Ritstjórn
Garðabær var eina bæjarfélagið af þeim fjórum stærstu sem flögguðu við bæjarskrifstofur sínar um páskahátíðina þegar óformleg könnun Viðskiptablaðsins var gerð.
Höskuldur Marselíusarson

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá kosningunum 2014 ef niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins koma upp úr kjörkössunum í Garðabæ eftir 17 daga. Fleiri ætla að kjósa framboð sem ekki eru í boði heldur en M-lista, sem náði inn manni fyrir fjórum árum, þó undir öðrum formerkjum.

Sjálfstæðisflokkur fengi átta bæjarfulltrúa af ellefu, en sameiginlegur listi vinstriflokkanna í bænum, Samfylkingar, VG, Bjartri framtíð, Viðreisn, Pírötum og óháðra frambjóðenda fengi þrjá bæjarfulltrúa.

Í síðustu kosningum hlaut Björt framtíð tæplega 14,8% og tvo bæjarfulltrúa og Samfylking 9,9% og 1 bæjarfulltrúa. Það gerir samtals 24,7%, en Garðarbæjarlistinn mælist nú með 23,5%.

Bæjarfulltrúi M-lista, Fólksins í bænum, býður nú fram undir merkjum Miðflokksins, en fylgið hefur helmingast milli ára. Hlaut M-listinn 9,9% og einn bæjarfulltrúa fyrir fjórum árum en eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá leiðir María Grétarsdóttir nú M-lista Miðflokksins í bænum, sem mælist nú með 4,5%.

Auk þess mælist Framsóknarflokkurinn með 1,5%. Þess utan segjast 7,5% svo vilja kjósa önnur en þau fjögur framboð sem eru í framboði í bænum.

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar í Garðabæ:

  • 63,0% og 8 fulltrúar - Sjálfstæðisflokkur, var með 58,8% og 7 fulltrúa
  • 23,5% og 3 fulltrúar - Garðabæjarlistinn, en hann samanstendur af m.a. Bjartri framtíð sem hlaut 14,8% og 2 fulltrúa og Samfylkingu sem hlaut 9,9% og 1 fulltrúa
  • 7,5% - Ýmis önnur framboð
  • 4,5% - Miðflokkurinn og engan fulltrúa - sami bæjarfulltrúi leiðir listann og M-lista Fólksins í bænum fyrir 4 árum sem hlaut 9,9% og 1 fulltrúa