Taprekstur Sjálfstæðisflokksins nam rétt rúmum 7,7 milljónum króna í fyrra. TIl samanburðar nam tapreksturinn tæplega 8,1 milljón króna árið 2011. Fram kemur í uppgjöri flokksins sem hann hefur sent Ríkisendurskoðun að tekjur námu 216,2 milljónum króna í fyrra samanborið við 214,2 milljónir króna árið 2011. Talsverðu munar um 87 milljóna króna ríkisframlag til flokksins í fyrra. Það lækkaði um tæpar þrjár milljónir króna á milli ára. Á sama tíma framlög sveitarfélaga 18,8 milljónum króna í fyrra. Þau námu 19,9 milljónum króna árið 2011.

Skuldir flokksins námu 251,7 milljónum króna í lok síðasta árs en voru 237,9 milljónir árið 2011.

Þá námu eignir Sjálfstæðisflokksins í lok síðasta árs 794,2 milljónum króna í lok síðasta árs sem er sambærilegt og árið áður. Þar af nam eigð fé flokksins 542 milljónum króna.