Ríkisendurskoðun birti nýlega ársreikninga stjórnmálaflokka á Íslandi fyrir árið 2015. Flokkurinn sem mælist með mest fylgi í skoðunarkönnunum um þessar mundir, Sjálfstæðisflokkurinn, tapaði 7,7 milljónum árið 2015. Tapið er þó minna en árið 2014 þegar það nam 37 milljónum.

Hagnaður Sjálfstæðisflokksins án fjármagnsliða nam tæpum 30 milljónum en fjármunagjöld ársins námu 37.7 milljónum.

Tekjur flokksins námu 230 milljónum og þar af voru ríkisframlög 94 milljónir, framlög sveitarfélaga 17,6 milljónir, framlög fyrirtækja 19,2 milljónir og framlög einstaklinga tæpar 30 milljónir. Rekstrargjöld flokksins námu 200 milljónum.

Eignir flokksins námu 792 milljónir í lok árs 2014 samanborið við 767 milljónir í lok árs 2014.