Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti fyrir stuttu ályktun fjár­laga­nefnd­ar landsfunds um að selja Ríkisútvarpið.

Ályktunin sem var samþykkt hljóðaði svo:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tel­ur að selja eigi ákveðnar rík­is­eign­ir, svo sem eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, rekst­ur flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar og ann­an versl­un­ar­rekst­ur Isa­via, sem og RÚV, ásamt hluta af rekstri Lands­virkj­un­ar, þ.e. ein­stak­ar virkj­an­ir.“

Fyrir fundinum lágu drög allsherjar- og menntamálanefndar flokksins þar sem ekki voru lagðar til breytingar á eignarhaldi Ríkisútvarpsins. Þar sagði:

„Fjölmiðlun er afar mikilvæg í lýðræðisþjóðfélagi og einkareknir fjölmiðlar þurfa að hafa burði og jafnræði til að sinna mikilvægu hlutverki í samkeppni við Ríkisútvarpið. Mikilvægt er að varðveita menningararf þann sem Ríkisútvarpið ohf. hefur umsjón með og gera efni í eigu stofnunarinnar aðgengilegt almenningi.“