Á fjölmennum fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins, sem lauk rétt í þessu, var tillaga um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ásamt Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og Framsóknarflokknum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að því er segir í tilkynningu frá flokknum.

Flokksfundur Vinstri grænna hófst klukkan 17:00 og er nú beðið eftir niðurstöðu fundarins en fundur hefst hjá Framsóknarflokknum klukkan 20:00.

Enn­frem­ur er stefnt að því að rík­is­ráðsfund­ur fari fram á Bessa­stöðum á morg­un þar sem ný rík­is­stjórn muni taka form­lega við völd­um.

Uppfært: Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­menn Vinstri grænna, ætla að greiða at­kvæði gegn stjórn­arsátt­mála verðandi rík­is­stjórn­ar VG, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins að því er kemur fram á vef mbl.is