Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ákvað í gær að leggja fyrir ráðið tillögu þess efnis að farin verði blönduð leið við val á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna borgarstjórnarkosninga. Kosningarnar fara fram næsta vor. Leiðtogi listans verður því kjörinn en stillt verði upp í önnur sæti. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins um málsins.

Í samtali við Morgunblaðið segir Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar, ekki vilja tjá sig efnislega um málið fyrr en að fulltrúaráð hafi afgreitt tillöguna. En benti hann á að ráðið hefði lokaorðið um þá leið sem vilji farin.

Sjálfstæðismenn með mest fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni samkvæmt nýlegri könnun sem að Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið í maí. Fylgi flokksins er nánast óbreytt frá því í kosningunum árið 2014. Í könnun Gallup mælist flokkurinn með 26,8% og er fylgisaukningin frá kosningum innan vikmarka.

Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn með nánast sama fylgi og hann hafði í kosningunum árið 2014 eða samtals 61,4% og myndi því meirihlutinn ríghalda. Þó fylgi meirihlutans sé samanlagt nánast eins og það var í kosningunum eru töluverðar breytingar á fylgi stjórnarflokkanna samkvæmt könnuninni.