Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. RÚV greindi frá þjóðarpúlsinum í fréttum sínum í kvöld.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,5 prósent. Björt framtíð tapar níu prósentustigum, mælist með rúm 25 prósent og Píratar mælast með 11,4 prósenta fylgi. Samfylkingin er með 20% og VG með tæp 11%. Framsóknarflokkurinn fær 4,8%.

Miðað við niðurstöðurnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð fjóra, Samfylkingin þrjá, Píratar tvo og Vinstri græn einn.