Samkvæmt úttekt The Economist myndi sjálfstætt ríki Skota ekki vera sjálfbært til lengri tíma. Nýja landið yrði auðugt til að byrja með en gæti ekki staðið undir ríkisútgjöldum til lengri tíma litið.

Meðal framleiðsla per íbúa er 20.000 pund á ári í Skotlandi, eða sem nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna, sem er ein sú hæsta í Bretlandi á eftir London svæðinu og suð-austur Englandi. Edinborg, höfuðborg Skotland, og olíuborgin Aberdeen eru borgir þar sem laun fara ört hækkandi sem er sjaldgæft um þessar mundir í Bretlandi. Hins vegar eru miklar líkur á því að Skotland yrði fljótt fátækt ríki.

Eitt helsta vandamál Skotlands er að of fáir íbúar vinna. Fyrir hvern eftirlaunaþega voru 3,2 á vinnumarkaði árið 2012 en búist er við að sú tala fari lækkandi niður í 2,6 árið 2037. Því er von á að fjöldi manna á atvinnumarkaði muni minnka mikið á næstkomandi 50 árum. Á sama tíma mun fjöldi manna á atvinnumarkaði um allt Bretland hækka. Ellilífeyrisþegum mun því fjölga í Skotlandi.

Heilbrigðishorfur í Skotlandi eru einnig heldur dræmar. Í Glasgow til dæmis er meðalífslaldur karlmanna einungis 69 ár. Því er búist við að með sjálfstæði Skotlands væri hár kostnaður vegna heilbrigðiskerfisins og ellilífeyri. Þetta myndi reyna mikið á sjálfstæði Skotlands og fyriráætlanir forsætisráðherra þess Alex Salmond sem vill setja olíutekjur í sjóð líkt og í Noregi.

Ef frá eru taldar olíuauðlindir í Skotland voru skuldir ríkisins 11% af vegri landsframleiðslu árið 2012-2013 sem er hærra hlutfall en í efnahagskreppunni í Grikklandi og Írlandi. Sjálfstæðisflokkur Skotlands vill auka ríkisútgjöld um 3% á ári sem myndi þýða mikill kostnaður fyrir ríkið sem væri líklega borgaður af olíutekjum.

The Economist varar við að notkun á olíuauðlindunum myndi skila litlum árangri til lengri tíma litið. Þegar olían klárast myndi þurfa að skapa nýjar atvinnugreinar auk þess sem kostnaður af því að hreinsa upp mengun af olíunni gæti orðið ansi hár. Því spáir The Economist að sjálfstæði Skotlands væri ekki sjálfbært til lengri tíma.