MP Fjárfestingarbanki hf. er minnstur íslenskra fjármálastofnana en hefur staðið í athyglisverðri útrás til A-Evrópu undanfarið þar sem stjórnarformaður bankans starfar.

Í viðtali Viðskiptablaðsins við Styrmi Þór Bragason, nýráðinn forstjóra bankans, í dag kemur fram að tækifærin eru í Austur-Evrópu þar sem bankinn hefur verið að koma sér fyrir að undanförnu.

Að sögn Styrmis færa kaup bankans á hlut í Bank Lviv í Úkraínu félaginu einstakt tækifæri en það er eina fjárfesting skandínavískrar bankastofnunar þar í landi. Sömuleiðis segir Styrmir að uppbygging bankans í Eystrasaltslöndunum og þau viðskiptasambönd sem hann hefur aflað sér þar.

Styrmir leggur áherslu á að þeir hafi skilgreint sig sem sjálfstæðan banka, óháðan öðrum og það sé í raun mikilvægara en stærð hans þó vitaskuld sé áhersla á að vaxa í framtíðinni.

"Til þessa hefur okkar sérstaða fyrst og fremst verið í eignastýringunni en þar höfum við starfað dálítið ólíkt hinum bönkunum. Þar erum við ekki að bjóða upp á eigin vörur heldur eingöngu að velja bestu fjárfestingakostina hvar sem þeir bjóðast."

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag