Töluverðar breytingar hafa orðið á afgreiðslu Landbankans við Bæjarhraun. Húsnæðið hefur verið stækkað úr 120 fermetrum í 280 fermetra og sömuleiðis hefur afgreiðslan í Bæjarhraun verið gerð að sjálfstæðu útibúi eftir að hafa hingað til verið hluti af útibúinu við Fjarðargötu.

Í frétt í Víkurfréttum kemur fram að með þessum breytingum sé Bæjarhraunið orðið að algjörlega sjálfstæðu útibúi. Útibúið á Fjarðargötu heldur hins vegar sínu þannig að Landsbankinn verður með tvö sjálfstæð útibú í Hafnarfirði. Stefnt er að því að níu starfsmenn verði við útibúið, en núna eru þeir sjö. Gunnar Kristinsson er útibússtjóri á Bæjarhrauni.