Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna hafa verið boðaðir til þingflokksfunda í kvöld. Fundur Samfylkingarinnar hófst klukkan 22.30 en fundur Sjálfstæðisflokksins kl. 23.

Efni fundanna liggur ekki fyrir nánar en að ætlunin er vitaskuld að ræða stöðuna í efnahagsmálum. Ekki er vitað hvort ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir þingflokkana lagafrumvörp sem tengjast ráðstöfunum sem hún hyggst grípa til vegna efnahagsmála.