Flugmálayfirvöld í Evrópu hafa greint fimm vandamál við Boeing 737 MAX vélarnar sem þurfa að vera lagfærð áður en flugvélarnar fá heimild til að fara í loftið. Frá þessu er greint á vef Bloomberg.

Eitt af þessum vandamálum sem tilgreind er að sjálfstýringarbúnaður vélanna virðist vera gallaður og geti bilað í undir vissum kringumstæðum. Heimildarmennn Bloomberg segjast ekki vilja koma fram undir nafni þar sem upplýsingarnar séu ekki enn orðnar opinberar.

Að sögn heimildarmanna Bloomberg mun það kosta háar fjárhæðir að koma vélunum aftur í loftið og auk þess sé öruggt að það muni taka mun meiri tíma heldur en áður var gert ráð fyrir.

Frétt Bloomberg um málið má lesa hér .