*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 17. nóvember 2018 16:39

Sjálfvirkni leysir fólk af hólmi

Stærstu fyrirtæki Íslands og Evrópu horfa í auknum mæli til þess að leysa skort á hæfni með aukinni sjálfvirkni.

Ritstjórn
Haraldur I. Birgisson.
Haraldur Guðjónsson

Sífellt fleiri stórfyrirtæki horfa til sjálfvirknivæðingar ef marka má niðurstöðu könnunarinnar Deloitte meðal fjármálastjóra stærstu fyrirtækja Íslands og tuttugu Evrópuríkja. „Sjálfvirknivæðing virðist vera að færast ofar í forgangsröðun hjá fjármálastjórum og stjórnendum fyrirtækja. Þá er spurning hvort fjármálastjórarnir séu að horfa á þetta til að auka sjálfvirkni í ferlum og jafnvel leita að nýjum tekjustraumum,“ segir Haraldur I. Birgisson, forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla hjá Deloitte..

Meðal evrósku fyrirtækjanna er aukin sjálfvirknivæðing oftast nefnd eða í 43% tilfella sem viðbragð við skorti á hæfni, sem er álíka og hlutfallið á Íslandi, sem er 44%. Hins vegar nefna mun fleiri þjálfun starfsfólks sem viðbragð við skorti á hæfni á Íslandi eða 76% miðað við 31% erlendis. Íslensku fjármálastjórarnir nefna hæfni, starfsreynslu og tæknilega þekkingu þegar þeir eru spurðir um hvaða hæfnikröfur þeir eigi erfiðast með að finna við starfsmannaleit.

Almennt eru íslensku fjármálastjórarnir svartsýnni en áður. Í fyrsta sinn frá því könnunin var fyrst framkvæmd hér á landi árið 2014, segir meirihluti fjármálastjóranna að gengið muni lækka, draga muni úr hagvexti úr hagvexti og fleiri sjá fram á að draga úr ráðningum en að auka við þær.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Deloitte