*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 16. júní 2018 15:04

Sjálfvirkt eftirlit hjá FME

Útboð Fjármálaeftirlitsins á sjálfvirku eftirlitskerfi með viðskiptum á markaði skilar sér senn í auðveldara eftirliti.

Ritstjórn
Jón Þór Sturluson er aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Aðsend mynd

Fjármálaeftirlitið fer nú yfir tilboð í nýtt sjálfvirkt verðbréfaeftirlitskerfi en útboði á því lauk fyrir tæpum mánuði.

Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, segir að kerfið muni gefa henni betri möguleika á að gera eigin greiningar á hvers konar viðskiptamynstri sem geti þá kallað á frekari skoðun.

„Ég veit ekki hvort ég á að ganga svo langt að kalla þetta gervigreind, en það gefur alla vega fyrirframskilgreindar viðvaranir sem við með sjálfvirkum hætti fylgjumst með,“ segir Jón Þór.

„Þetta er svona nútímaeftirlitskerfi sem þá parar saman bæði viðskipti á markaði, pantanabókina og tilkynningar um viðskipti utan kauphallar í gegnum svokallað TRS kerfi.“