Sjálfvirkur og læsanlegur lyfjaskammtari frá sprotafyrirtækinu RemindMe sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2012. Um er að ræða viðskiptahugmynd fimm verkfræðimema á lokaári við Háskóla Íslands. Verkfræðinemarnir fimm eru Ingunn Guðbrandsdóttir, Hildigunnur Björgúlfsdóttir, Ólafur Helgi Guðmundsson, Sveinn Bergsteinn Magnússon og Vaka Valsdóttir. Tækinu er ætlað að bæta meðferðarheldni lyfjagjafa og teymið vinnur nú að frumgerð tækisins og markaðssetningu á alþjóðavettvangi.