Óskar Finnsson framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir mikla uppbyggingu hafa orðið hjá hótelkeðjunni, en með tilkomu síðustu þriggja hótelanna í keðjuna eru þau nú í heildina orðin 18 talsinns og verða innan tveggja ára orðin 21. Er enn frekari vöxtur í pípunum á næstu fimm árum.

Auk hótelbyggingar á Mývatni sem stefnt er að verði opnað næsta vor, með 94 herbergum, þá segir Óskar frekari uppbyggingu framundan fyrir norðan.

„Við erum búin að kaupa Sjallann á Akureyri, og húsin í kring. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í fyrradag. Það á að rífa hann allan niður, en þar á að byggja hús sem er í svona norskum eða austurrískum stíl, sem fellur vel inní í bæinn á Akureyri, verður svolítið skemmtilegt. Þegar við sáum grunnhugmyndirnar af hótelinu sagði ég við sjálfan mig, þetta hlýtur að vera á Akureyri.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Icelandair skilaði met afkomu á öðrum ársfjórðungi þessa árs.
  • Sævar Kristinsson vill að á Íslandi sé Framtíðarráðherra.
  • Ísland kemur vel út í samanburði við Norðurlöndin. Viðskiptablaðið rýnir í hagtölur ríkjanna.
  • Fjallað er um feril Sir Philip Green.
  • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, er í ítarlegu viðtali.
  • Tipster tók þátt í Gullegginu fyrr á þessu ári. Fjallað verður um smáforritið.
  • Nýráðinn forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands segir að Íslendingar geti reddað öllu.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um Þjóðhátíð í Eyjum.
  • Óðinn fjallar um kommúnismann.