Mestu skiptir að dagvöruverslanir hafi í boði allt sem viðskiptavinirnir þurfa á að halda og gæði vörunnar skipta meira máli en lágt verð. Þetta eru niðurstöður í viðamikilli könnum sem ráðgjafafyrirtækið A.C.Nilsen framkvæmdi nýlega í nokkrum Evrópulöndum og ergreint frá þessu í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu.

Þar kemur líka fram að mjög misjafnt er á milli vöruflokka hvaða merki viðskiptavinirnir legga mesta tryggð við. Þannig er ekki mikil tryggð við einstök vörumerki í kökum og snarli en hins vegar er fólk tilbúið til að fara á milli verslana til að finna rétta sjampómerkið sem það heldur tryggð við.

Í fréttatilkynningu A.C.Nilsens kemur fram að þótt verðið skipti vissulega máli fyrir neytendur, velji þeir frekar verslanir sem hafi framboð á öllu sem þeir þurfa á að halda. Mikilvægast fyrir dagvöruverslun er að komast hjá því að verða þekkt fyrir að vera með hátt vöruverð.

Stöðugar breytingar eiga sér stað í vali og kröfum neytenda. Þess vegna telja skýrsluhöfundar að stjórnendur verslana þurfi að fylgjast vel með hvaða vörutegundir viðskiptavinirnir halda mesta tryggð við og haga innkaupa- og markaðsáætlunum í samræmi við það.

Efni þessarar greinar er byggt á sænsku netútgáfunni af Dagens Handel.