Verð á íslenskum sjávarafurðum mælt í erlendri mynt lækkaði um 1,9% í desember síðastliðnum, að því er kemur fram í frétt IFS Greiningar. Afurðaverð í krónum talið, hækkaði afur á móti í mánuðinum um 0,5%. Töluverð veiking var á gengi krónunnar frá byrjun desember og fram í janúar.

Heildarafli í mánuðinum var 147.314 tonn sem er 50 þúsund tonnum minna en i janúar 2012. Séu árin 2012 og 2011 borin saman í heild sinni þá kemur í ljós að aflinn í fyrra var 1.453.000 tonn meðan hann var 1.149.000 tonn árið 2011.