Sjávarútvegurinn lagði til um 39.3% alls vöruútflutnings árið 2010. Ef hins vegar er skoðaður bæði þjónustu- og vöruútflutningur eru sjávarafurðir um 25% af heildarútflutningsverðmæti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var um 220 milljarðar króna á síðasta ári, sem var aukning um 5,7% frá árinu 2009. Magn dróst á sama tíma saman um 5,5%. Íslandsbanki segir ástæðu hærra útflutningsverðmætis vera sterka samkeppnisstöðu á grundvelli veikrar myntar, aukin eftirspurn og verðhækkanir á fiskmörkuðum heimsins.

Hlutfall sjávarafurða af heildarútflutningi hefur lækkað endanfarin ár. Það er aðallega vegna aukins álútflutnings, frekar en samdráttar í útflutningsverðmæti sjávarafurða, segir í skýrslunni. Aðeins áliðnaður var með hærri útflutningsverðmæti en sjávarútvegurinn í fyrra. Verðmæti álsins var eki 222,4 milljarðar króna.