*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 24. nóvember 2004 10:53

Sjávarafurðir hækka í verði

Ritstjórn

Verð á sjávarafurðum hækkaði um 1,6% í október frá mánuðinum á undan mælt í erlendri mynt (SDR) samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Verð á sjávarafurðum hefur nú hækkað í fimm mánuði í röð (mælt í SDR) og ekki mælst hærra síðan í júlí 2002. Hins vegar er verð sjávarafurða mælt í íslenskum krónum nú einungis áþekkt því sem það var fyrir ári síðan vegna sterkrar stöðu krónunnar.

Hækkunin er jákvæð fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og vinnur á móti öðrum óhagstæðum ytri skilyrðum sem greinin býr nú við segir í Morgunkorni Íslandsbanka.