Sjávarútvegurinn stendur fyrir tæpum fimmtungi landsframleiðslu Íslands samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á fundi Sjávarklasans í gær og Morgunblaðið greinir frá. Auk þessa eiga mörg fyrirtæki í landinu mikið undir sjávarútvegi og má þar t.d. nefna málmsmíðafyrirtæki, verslunarfyrirtæki, orkufyrirtæki og flutningafyrirtæki.

Sjávarklasinn er samstarfsverkefni fyrirtækja í atvinnugreinum sem á einn eða annan hátt tengjast hafinu, svo sem fiskiðnaði, millilandaflutningum, líftækni o.s.frv. Í þessum greinum starfa rúm 700 fyrirtæki og hjá þeim starfa um 30 þúsund manns.