*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 10. nóvember 2014 11:37

Sjávarklasinn stendur undir allt að 30% af landsframleiðslu

Frá árinu 2008 hefur störfum í fiskiðnaði fjölgað úr 3.000 í 5.000 en störfum við fiskveiðar hefur fækkað úr 4.200 í 3.600.

Ritstjórn

Fyrirtæki sem tilheyra Íslenska sjávarklasan standa undir um 25-30% af landsframleiðslu, samkvæmt rannsóknum sjávarklasans. Þar af hefur beint framlag hins hefðbundna sjávarútvegs (veiða og vinnslu) verið í kringum 10% á allra síðustu árum. Kemur þetta fram í ritinu Sjávarklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2013.

Segir þar m.a. að efnahagsáföll hrunsins höfðu einkum áhrif á rekstur og fjárhagsstöðu sjávarútvegsfyrirtækja með tvennum hætti. Annar vegar með því að stökkbreyta efnahagsreikningi þeirra til hins verra og hins vegar með því að gjörbreyta rekstrargrundvelli þeirra til hins betra með hækkandi afurðaverði í íslenskum krónum.

Nú hafi að mestu tekist að vinda ofan af neikvæðri eiginfjárstöðu sjávarútvegsins með endurskipulagningu og niðurgreiðslu skulda. Þannig hafi eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækjanna farið úr því að vera neikvæð um 80 milljarða króna í árslok 2008 yfir í að vera jákvæð um 107 milljarða króna í árslok 2012. Á þessu ári hefur svo verið tilkynnt um nýsmíði 10 nýrra fiskiskipa sem bætast munu við flotann á næstu árum.

Frá árinu 2008 hefur starfandi í fiskiðnaði fjölgað úr 3.000 í 5.000 samkvæmt tölum Hagstofunnar en starfandi við fiskveiðar hefur aftur á móti fækkað úr 4.200 í 3.600.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is