Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, skilaði 1,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári, samanborið við 785 milljóna hagnað árið 2019.

Skráð hlutabréf félagsins voru bókfærð á 6 milljarða og erlend hlutabréf á 254 milljónir króna. Félagið er stærsti hluthafi Icelandic Seafood með 10,8% hlut og fimmti stærsti hluthafi VÍS með 5,9% hlut.

Hlutdeild í afkomu dóttur – og hlutdeildarfélaga nam 219 milljónum króna. Sjávarsýn á allt hlutafé í Gasfélaginu ehf. og 90 í hreinlætisvörusalanum Tandri sem hagnaðist um 214 milljónir króna á síðasta ári.

Eigið fé Sjávarsýnar nam 8,8 milljörðum króna í árslok 2020. Skuldir jukust um 174 milljónir og námu 609 milljónum króna.