Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í samningaviðræðum við Evrópusambandið, og Kolbeinn Árnason, formaður samningahóps um sjávarútvegsmál, ætla að fara saman yfir stöðu viðræðna við Evrópusambandið á morgunfundi Viðskiptaráðs á föstudag.

Sjávarútvegsmál landsins hafa verið hitamál í samningaviðræðunum. Viðræður um þennan hluta í samningunum hefjast eftir áramót.

Á meðal þess sem þeir munu ræða um er hvað hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu þýði, hvort lofað verði lágri verðbólgu og hvort í aðildinni felist framsal auðlinda.