Píratar lýsa yfir stuðningi við strandveiðisjómenn og harma skerðingu kvóta strandveiðibáta í yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna ákvörðun sjávarútvegsráðherra þess efnis.

„Jafnræðis við úthlutun kvóta til strandveiðisvæða er ekki gætt þegar úr honum er dregið á einum stað og hann aukinn annarsstaðar,“ segir í yfirlýsingunni.

Vilja þeir jafnframt undirstrika að atvinnufrelsi séu stjórnarskrárbundin réttindi og því styðji Píratar frjálsar handfæraveiðar.