Afskriftir skulda fimm sjávarútvegsfyrirtækja námu tæplega 13 milljörðum króna eða um 2,4% af 548 milljarða króna afskriftum skulda 52 fyrirtækja, samkvæmt samantekt sem birt er á vefsíðu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.

Í frétt á vef LÍÚ er bent á að samkvæmt samantektinni þar sem fyrirtæki, sem skulduðu milljarð króna eða hærri upphæð, séu flokkuð eftir eðli starfseminnar hafi afskriftir af skuldum fimm umræddra sjávarútvegsfyrirtækja numið tæplega 21 milljarði króna en það svari til 61% af heildarskuldum þeirra; af frétt sem birt hafi verið í RÚV hafi hins vegar mátt ráða að rúmlega 60% skulda allra sjávarútvegsfyrirtækja hefðu verið afskrifuð.