Í bók Ágústs Einarssonar prófessors, Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi, kemur fram að framlag sjávarútvegs og tengdra atvinnugreina sé 20% af landsframleiðslu Íslands. Þetta gerir greinina að þeirri mikilvægustu á Íslandi.

Einnig kemur fram að framleiðni í sjávarútvegi sé betri en í ferðaþjónustu.

Telur Ágúst meginniðurstöðu bókarinnar að samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs sé sterk í alþjóðlegu samhengi.

„Sjávarútvegur leggur til stóran hlutalandsmanna, beint og óbeint, og meira en aðrar atvinnugreinar gera, og hlutfallslega mun meira en sjávarútvegur erlendis gerir í einstökum þjóðríkjum. Mikilvægt er því að standa vörð um þessa mikilvægu atvinnugrein sem gerði Íslendinga að velmegandi þjóð á 20. öld. Réttnefni er að kalla 20. öldina á Íslandi öld sjávarútvegsins“ er haft eftir Ágústi.