Gjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða á síðasta ári námu rétt rúmum 110 milljörðum króna, sem er 34,4% af heildarútflutningstekjum á tímabilinu, segir greiningardeild Landsbankans en árið 2004 nam hlutdeildin 38,5%.

?Vægi sjávarafurða í útflutningi hefur vissulega lækkað á síðustu árum, en sjávarútvegurinn er ennþá mjög mikilvægur þar sem hann skapar rúmlega þriðjung gjaldeyristekna þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst vaxandi hlutdeild þjónustu í útflutningi sem veldur því að vægi sjávarútvegs hefur lækkað," segir greiningardeildin.


Myndin er fengin frá greiningardeild Landsbankans.