Eins og flestum er kunnugt er sjávarútvegurinn ein umfangsmesta atvinnugreinin hér á landi. Nú hefur sjávarútvegurinn, í fyrsta sinn, verið kortlagður í smáatriðum með öllum þeim greinum sem með einum eða öðrum hætti tengjast greininni.

Vilhjálmur Jens Árnason.
Vilhjálmur Jens Árnason.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Í nýrri skýrslu, Sjávarklasinn, er öll starfsemi sem snýr að hafinu kortlögð – allt frá hefðbundnum fiskveiðum og fiskvinnslu, rannsóknum og nýsköpun, til líftækni og há- tækniframleiðslu, flutningastarfsemi, fjármálastarfsemi og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu.

Markmið skýrslunnar er að kanna íslenska sjávarklasann, skoða umfang hans, tækifæri og áskoranir og velta upp möguleikum til aukins samstarfs.

„Við sjáum mikil tengsl ýmissa greina við sjávarútveginn og ég held að fólk átti sig ekki á því hversu viðamikil þessi atvinnugrein er í landinu,“ segir Vilhjálmur Jens Árnason, höfundur skýrslunnar, í samtali við Viðskiptablaðið. Um er að ræða samstarfsverkefni fyrirtækja í haftengdri starfsemi unnið í samvinnu við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð.