Slökkvilið þurfti til að koma sjö ára stúlku út úr matvöruverslun Iceland í Newcastle á Englandi á mánudag, segir í frétt The Journal.

Festi stúlkan hönd í færibandi við afgreiðslukassa í versluninni og þurfti að skrúfa færibandið í sundur til að losa hönd stúlkunnar. Stúlkan var marin eftir slysið, en þurfti ekki að leita læknisaðstoðar.

Ekki náðist í talsmenn Iceland verslunarkeðjunnar, en íslensku fjárfestingarfélögin Baugur Group og Fons eiga meirihluta í fyrirtækinu.