Nú hefur uppgangsmarkaður varað í heil sjö ár í Bandarískum hlutabréfamörkuðum. Það er þriðji lengsti ‘nauta’markaður sögunnar - en þeir sem hófust 1982 og 1987 voru lengri.

Uppgangurinn hefur þá varað í 84 mánuði, en meðaltímalengd fyrir slíkan hækkunarmarkað er um 59 mánuðir áður en stíflur bresta og kreppa kemur aftur á markaði.

Á þessu tímabili hefur Standard & Poor’s vísitalan hækkað um 195,9% og samsetta Nasdaq vísitalan um 266%. Til samanburðar má nefna að á uppgangstímabilinu sem hófst 1987 hækkaði S&P 500 vísitalan um heil 582%.