Bandarísk yfirvöld lokuðu fjórum bönkum fyrir helgi vegna fjárhagsstöðu þeirra. Fallnar bankastofnanir í Bandaríkjunum eru þá orðnar sjö það sem af er ári.

Að því er fram kemur í frétt Reuters er búist við að færri bankar verði gjaldþrota á árinu miðað við síðustu tvö ár. Alls urðu 157 bankar gjaldþrota í fyrra og 140 árið 2009.

Bankar sem halda um eignir sem nema milljarði dala eða minna hafa átt í mestum fjárhagserfðileikum og skýra stærstan hluta gjaldþrota á síðustu árum.